Webvamp

Ljósmyndatofan Segðu sís -Smiðjuvegi 11 - Sími 863 3786 - segdusis@segdusis.is
Ljósmyndastofan Segðu sís einbeitir sér að því að fanga einstök augnablik í fallegar og skemmtilegar ljósmyndir sem fólk tekur eftir. Leitast er eftir því að myndatakan sé lífleg og skemmtileg og verði ekki síðri minning en myndirnar sjálfar. Falleg mynd er ómetanleg eign og því er skynsamlegt að vanda til verks.

Hafið samband:
Segðu sís : )
Sími: 863 3786
Netfang: segdusis@segdusis.is

Stúdíó Segðu sís er á Smiðjuvegi 11
Ljósmyndarinn Eyþór Árnason lærði ljósmyndun í Iðnskólanum í Reykjavík og Mediaskolerne í Viborg í Danmörku og hefur starfað við ljósmyndun frá árinu 2000. Fagið hefur heillað Eyþór síðan hann var strákur en hann var aðeins 13 ára þegar hann ákvað að hann ætlaði að verða ljósmyndari. Síðan þá hefur myndavélin ekki vikið úr höndum hans.
Eyþór hefur komið nálægt flestum hliðum ljósmyndageirans. Hann hefur myndað fyrir miðla eins og Morgunblaðið, Fréttablaðið, DV, tímaritið Hann og Hún, Matur og Vín, Vikuna, Séð og heyrt, Hús og híbýli, Nýtt líf, Gestgjafann, Eiðfaxa o.fl. Ásamt því hefur hann unnið við auglýsinga-, tísku- og iðnaðarljósmyndun. Skemmtilegast finnst honum samt að mynda fólk og býr hann yfir mikilli reynslu á því sviði. Ásamt því að hafa tekið mikið af barna-og fjölskyldumyndym allan þann tíma sem hann hefur unnið við fagið, vann hann um tíma á ljósmyndastofunni Gamanmyndum.
Eyþór á fjögur börn með Ásu Óðinsdóttir, þau Emmu, 13 ára, Ara Ævar, 6 árs og Guðrúnu Árnýju og Ernu Óðnýju, 2. ára.


Built with Indexhibit